fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Írsk goðsögn vill láta reka Heimi strax – „Ég er 79 ára gamall og ég hef aldrei séð ástandið jafn slæmt“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. september 2024 12:58

Heimir Hallgrímsson Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eamon Dunphy fjölmiðlamaður í Írlandi og fyrrum landsliðsmaður í fótbolta segir ástandið í írskum fótbolta aldrei hafa verið jafn slæmt og vill láta reka Heimi Hallgrímsson strax úr starfi.

Heimir var að klár að stýra fyrstu tveimur leikjum sínum með Írlandi, liðið tapaði þar gegn Englandi og svo gegn Grikklandi í gær. Tapið gegn Grikkjum svíður.

Heimir tók við liði sem hefur verið í brekku í mörg ár en Írar líta stórt á sig og Dunphy segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt.

„Hvort endist lengur, kálið eða Heimir Hallgrímsson í heita sætinu,“ skrifar Dunphy í Mirror og vitnar þar í orð sem notuð voru um Liz Truzz fyrrum forsætisráðherra Bretlands sem endist aðeins í nokkra daga í starfi.

„Ég set peningana á kálið því ákvörðunin að ráða Heimi lítur furðulega út. Hann hjálpaði Íslandi vissulega að vinna England en það var fyrir átta árum,“ skrifar Dunphy sem er 79 ára gamall í dag en hann lék rúmlega 20 landsleiki á sínum ferli og lék fyrir lið eins og Charlton og Milwall.

„Síðan þá hefur Heimir stýrt Jamaíka þar sem úrslitin voru misjöfn. Eigum við að trúa því að írska sambandið hafi í sjö mánuði beðið eftir honum, hvað sjá þau í honum.“

„Ég er pirraður og hef misst trúna. Mér líður illa, ég er 79 ára gamall og ég hef aldrei séð ástandið jafn slæmt og það er núna.“

Hann legur til við írska ríkið að setja ekki krónu inn í knattspyrnusambandið, þar sé fólk sem viti ekkert hvað það er að gera. Fjármunir til fótboltans eigi frekar að fara í grasrótina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher kominn með nóg af þessu á Englandi – Stjóri í deildinni segir umræðuna hrokafulla

Carragher kominn með nóg af þessu á Englandi – Stjóri í deildinni segir umræðuna hrokafulla
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Kompany krotar undir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum
433Sport
Í gær

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka
433Sport
Í gær

Emil Pálsson ráðinn til Blika

Emil Pálsson ráðinn til Blika