fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Líklegt byrjunarlið Íslands í Tyrklandi á morgun – Hareide gæti gert nokkrar breytingar

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 8. september 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er talið líklegt að Age Hareide gerir nokkrar breytingar á byrjunarliði Íslands þegar liðið mætir Tyrklandi ytra á morgun.

Ísland vann góðan sigur á Svartfjallalandi á föstudag, liðið ferðaðist svo til Tyrklands í gær og æfði þar í dag fyrir leikinn á morgun.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði klukkutíma á föstudag og ætti að geta byrjað aftur á morgun.

Líklegt er að Hareide geri breytingar á bakvörðum sínum á morgun og að Mikael Neville Anderson fari á bekkinn en hann byrjaði á kantinum á föstudag.

Arnór Ingvi Traustason gæti komið inn í byrjunarliðið en góð frammistaða á miðsvæðinu á föstudag gæti orðið til þess að Hareide gerir ekki breytingar þar.

Þá verður að teljast líklegt að Andri Lucas Guðjohnsen byrji í fremstu víglínu í stað Orra Steins Óskarssonar sem skoraði gegn Svartfjallalandi.

Líklegt byrjunarlið Íslands:
Hákon Rafn Valdimarsson

Guðlaugur Victor Pálsson
Hjörtur Hermannsson
Daníel Leó Grétarsson
Kolbeinn Birgir Finnsson

Willum Þór Willumsson
Stefán Teitur Þórðarson
Jóhann Berg Guðmundsson
Jón Dagur Þorsteinsson

Gylfi Þór Sigurðsson

Andri Lucas Guðjohnsen

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Neitaði að tjá sig um þau stóru orð sem hann lét falla um helgina

Neitaði að tjá sig um þau stóru orð sem hann lét falla um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þessi nöfn voru vinsælust aftan á treyjum í ár – Messi missir naumlega af fyrsta sæti en Ronaldo er heldur neðarlega

Þessi nöfn voru vinsælust aftan á treyjum í ár – Messi missir naumlega af fyrsta sæti en Ronaldo er heldur neðarlega
433Sport
Í gær

Stefán fékk óbragð í munninn – „Það sem mér finnst mesta lágkúran í þessu“

Stefán fékk óbragð í munninn – „Það sem mér finnst mesta lágkúran í þessu“
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið sem Salah deildi eftir leikinn á Anfield í gær – Var hann að kveðja?

Sjáðu myndbandið sem Salah deildi eftir leikinn á Anfield í gær – Var hann að kveðja?
433Sport
Í gær

Vill ekki sjá Ísland fara sömu leið og Færeyingar – „Við erum alveg nákvæmlega jafnbrjáluð“

Vill ekki sjá Ísland fara sömu leið og Færeyingar – „Við erum alveg nákvæmlega jafnbrjáluð“
433Sport
Í gær

Carragher urðar yfir Rio Ferdinand – Segir hann ekki vera mann fólksins

Carragher urðar yfir Rio Ferdinand – Segir hann ekki vera mann fólksins