fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Age segir að Gylfi hafi fengið matareitrun – Ætlar að breyta liðinu fyrir næsta leik

Victor Pálsson
Föstudaginn 6. september 2024 21:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik liðsins við Svartfjallaland.

Ísland vann flottan 2-0 heimasigur en þetta var fyrsti sigur okkar manna í sögu Þjóðadeildarinnar sem er ansi merkilegt.

Age var ánægður með frammistöðuna í heild sinni en hann hafði lofað stuðningsmönnum sigri fyrir viðureignina.

,,Það er alltaf gott að vinna, ég heyrði í gær þegar San Marino vann að við værum eina liðið sem hafði ekki unnið leik svo ég lofaði stuðningsmönnum fyrir leik að við myndum loksins vinna og sem betur fer gerðist það,“ sagði Age við Stöð 2 Sport.

,,Við vitum að úrslitin eru mikilvæg en þetta snýst um að ná hópnum saman, ég var mjög ánægður með frammistöðuna í heild sinni.“

,,Við ræddum við leikmennina fyrir leik, sumir höfðu glímt við meiðsli og sumir höfðu ekki spilað í dágóðan tíma, það er óþarfi fyrir okkur að taka áhættur. Þú þarft að byggja upp hóp sem getur spilað tvo leiki á stuttum tíma. Það er gott að vera með leikmenn sem geta komið inn og spilað vel.“

,,Við munum örugglega breyta miklu fyrir leikinn gegn Tyrkjum því við erum með marga varnarmenn sem eru klárir í slaginn en þessir varnarmenn stóðu sig vel. Vonandi gera þeir sem byrja í Tyrklandi það sama.“

Age var svo spurður út í Gylfa Þór Sigurðsson sem haltraði af velli eftir leik en hann fékk matareitrun að sögn Norðmannsins.

,,Nei hann er ekki meiddur, hann fékk matareitrun svo hann var í smá vandræðum eftir fyrri hálfleik og í þeim seinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu