Enska blaðið Guardian segir að Erik ten Hag sé í hættu á að missa starfið sitt ef leikstíll liðsins fer ekki að batna.
INEOS sem sér um rekstur United í dag hefur tekið til á skrifstofu félagsins í sumar.
Ten Hag hélt starfi sínu í sumar en Sir Jim Ratcliffe og hans fólk skoðaði að reka hann úr starfi.
Nú segir Guardian að ef leikstíll Ten Hag fer ekki að taka á sig mynd og heilla forráðamenn INEOS þá verði hann rekinn.
Forráðamenn United eru meðvitaðir um þau meiðsli sem Ten Hag hefur þurft að eiga við en telja að leikstíll liðsins verði að fara að batna og hvernig hann setur upp leiki.
Fari það ekki batnandi er Ten Hag í hættu á að verða rekinn úr starfinu fyrr en síðar.