

Fari svo að Erik ten Hag verði rekinn úr starfi hjá Manchester United er líklegast að Gareth Southgate taki við þjálfun liðsins.
Southgate hætti með enska landsliðið í sumar og hefur verið sterklega orðaður við starfið í sumar.
United ákvað að treysta Ten Hag í sumar til að halda áfram en það traust hefur minnkað eftir tvö töp í röð í deildinni.
Ruud van Nistelrooy er næstur á lista ef marka má enska veðbanka.
Thomas Tuchel er í þriðja sæti að mati veðbanka og Kieran McKenna stjóri Ipswich er í fjórða sæti samkvæmt veðbönkum.
Líklegastir til að taka við United:
Gareth Southgate
Ruud Van Nistelrooy
Thomas Tuchel
Kieran McKenna