

Erik ten Hag stjóri Manchester United þarf að fara að passa sig eftir tvö töp röð í ensku úrvalsdeildinni.
Enskir veðbankar telja að Sean Dyche stjóri Everton sé líklegastur til að missa starfið eftir ömurlega byrjun.
Ten Hag er svo þar á eftir og er talið líklegt að eigendur United fari að skoða breytingar innan tíðar ef ekkert breytist.
Enszo Maresca þjálfari Chelsea er í þriðja sætinu en eigendur Chelsea vilja árangur og því er pressa í starfi þar.
Líklegastir til að verða reknir:
Sean Dyche (Everton)
Erik ten Hag (Manchester United)
Enzo Maresca (Chelsea)
Russel Martin (Southampton)
Steve Cooper (Leicester)