

Gömul ummæli frá Ole Gunnar Solskjær frá því að hann var stjóri Manchester United eru nú rifjuð upp á samfélagsmiðlum.
Ástæðan er sú að Erik ten Hag stjóri Manchester United ber sér á brjósti þessa dagana yfir titlunum tveim sem hann hefur unnið á síðustu árum.
United hefur byrjað mjöa illa í ensku úrvalsdeildinni og eftir tap gegn Liverpool í gær fór Ten Hag að tala um titla.
Þetta ræddi Solskjær þegar hann var stjóri United áður en hann var rekinn árið 2021. „Bikar segir ekkert um það að þú sért mættur aftur, það er tröppugangur í deildinni og að vera alltaf við toppinn sem segir til um það,“ sagði Solskjær.
„Bikar getur falið þá staðreynd að þú sért enn í miklum vandræðum.“
Ummæli Solskjær má sjá hér að neðan.
🚨🗣 – Ole Gunnar Solskjaer:
„A trophy does NOT mean you’re back. It’s the gradual progression and consistency of being at the top of the league.
„Sometimes, a cup competition can hide the fact that you’re still struggling.“
He was SPOT ON. Sigh.. pic.twitter.com/HpjfZxUe3q
— UF (@UtdFaithfuls) September 2, 2024