

Deivid Washington, leikmaður Chelsea, var við það að ganga í raðir franska liðsins Strasbourg í sumar.
Ekkert varð úr þessum félagaskiptum að lokum en hann var tilbúinn að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu.
Strasbourg er í eigu BlueCo líkt og Chelsea og var talið að skiptin myndu auðveldlega ganga í gegn.
Það var hins vegar Chelsea sem hætti við skiptin eftir fyrirspurnig frá bæði ensku úrvalsdeildinni og FIFA sem settu spurningamerki við þessi kaup.
Washington hefði kostað Strasbourg um 21 milljón evra en eins og áður sagði eru þessi tvö félög í eigu sama aðila.
Um er að ræða 19 ára gamlan sóknarmann sem fær engin tækifæri á Stamford Bridge þessa stundina.