fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Eiður Smári alls ekki hrifinn af frammistöðu United – ,,Vandræðalegt eða skömmustulegt“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 1. september 2024 17:16

Eiður Smári Guðjohnsen Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool valtaði yfir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag en spilað var á Old Trafford.

Liverpool vann sannfærandi 3-0 útisigur en heimamenn mættu varla til leiks og náðu illa saman á vellinum.

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum leikmaður Chelsea og Barcelona, er sérfræðingur í Vellinum þessa stundina en þátturinn er sýndur á Símanum.

Eiður segir að þetta hafi í raun verið vandræðaleg frammistaða hjá heimaliðinu og jafnvel skömmustuleg.

,,Þetta var einum of auðvelt segir maður bara. Þetta var við það að vera vandræðalegt eða skömmustulegt fyrir United því Liverpool hefði hæglega getað unnið stærri sigur,“ sagði Eiður.

,,Þeir eru með níu stig eftir þrjá leiki og ekki búnir að fá mark á sig. Að vinna á Old Trafford, fyrir þá hörðustu þá er það meira en þrjú stig. Það er eins og ekkert hafi breyst hjá Liverpool og ekki United heldur en á neikvæðan hátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth