

Það er draumur Gary Lineker að sjá Pep Guardiola taka við enska landsliðinu sem horfir í kringum sig.
Gareth Southgate lét af störfum eftir EM í sumar og var Lee Carsley ráðinn inn til bráðabirgða.
Guardiola hefur gert frábæra hluti með Manchester City og gæti verið á sínu síðasta tímabili á Etihad.
,,Pep Guardiola er efstur á óskalistanum. Ég held að hann sé ekki á eftir peningunum,“ sagði Lineker.
,,Það sem myndi heilla hann er að vinna eitthvað með mögnuðum hóp af leikmönnum. Þetta er langskot en hann gæti verið áhugasamur.“
,,Hann hefur svo sannarlega ekki útilokað neitt á blaðamannafundum.“