fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Allt varð vitlaust eftir færslu FCK um Orra: Margir Danir bálreiðir – ,,Allt er að fara til fjandans hérna“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 1. september 2024 16:30

Orri Steinn og Erling Haaland. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar voru svo sannarlega ekki ánægðir með sölu liðsins á Orra Steini Óskarssyni.

Orri var seldur til Real Sociedad á lokadegi félagaskiptagluggans og er dýrasti leikmaður í sögu danska félagsins.

Margir brugðust illa við þessari ákvörðun FCK en einnig voru margir sem óskuðu íslenska landsliðsmanninum góðs gengis á Spáni.

Orri var mjög vinsæll á meðal stuðningsmanna FCK og hafði skorað sjö mörk í 11 leikjum á þessu keppnistímabili.

,,Hvað er að gerast hjá félaginu? Fyrir tímabilið þá biðum við eftir stórum innkaupum og hvað gerðist? Ekkert,“ skrifar einn og bætir hann við: ,,Nei þeir vilja bara selja stóru nöfnin og metnaðurinn er enginn. Ég vona að stuðningsmennirnir láti skoðun sína í ljós gegn Brondby svo þessi stjórn geti vaknað.“

,,Hver ætlar að skora mörkin!?“ skrifar annar aðili og sá þriðji bætir við: ,,Við munum ekki vinna einn einasta titil á þessu ári. Gangi þér vel Orri en allt er að fara til fjandans hérna.“

Færslu FCK má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth