

Stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar voru svo sannarlega ekki ánægðir með sölu liðsins á Orra Steini Óskarssyni.
Orri var seldur til Real Sociedad á lokadegi félagaskiptagluggans og er dýrasti leikmaður í sögu danska félagsins.
Margir brugðust illa við þessari ákvörðun FCK en einnig voru margir sem óskuðu íslenska landsliðsmanninum góðs gengis á Spáni.
Orri var mjög vinsæll á meðal stuðningsmanna FCK og hafði skorað sjö mörk í 11 leikjum á þessu keppnistímabili.
,,Hvað er að gerast hjá félaginu? Fyrir tímabilið þá biðum við eftir stórum innkaupum og hvað gerðist? Ekkert,“ skrifar einn og bætir hann við: ,,Nei þeir vilja bara selja stóru nöfnin og metnaðurinn er enginn. Ég vona að stuðningsmennirnir láti skoðun sína í ljós gegn Brondby svo þessi stjórn geti vaknað.“
,,Hver ætlar að skora mörkin!?“ skrifar annar aðili og sá þriðji bætir við: ,,Við munum ekki vinna einn einasta titil á þessu ári. Gangi þér vel Orri en allt er að fara til fjandans hérna.“
Færslu FCK má sjá hér fyrir neðan.