

Sverrir Ingi Ingason verður ekki með íslenska landsliðinu í komandi verkefnum í Þjóðadeildinni.
Þetta staðfesti Knattspyrnusambandið í dag en Sverrir var upphaflega valinn í hóp Age Hareide.
Sverrir er einn mikilvægasti leikmaður landsliðsins en hann er að glíma við meiðsli og er ekki leikfær.
Brynjar Ingi Bjarnason mun taka pláss Sverris í liðinu en hann á að baki 17 landsleiki og hefur skorað tvö mörk.
Breyting hefur verið gerð á leikmannahópi A landsliðs karla fyrir komandi leiki í Þjóðadeild UEFA. Sverrir Ingi Ingason er meiddur og getur ekki verið með. Í hans stað kemur Brynjar Ingi Bjarnason (17 leikir, 2 mörk). #viðerumÍsland pic.twitter.com/pDWvpiIkbT
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 31, 2024