

Mounir Nasraoui er líklega einn stoltasti faðir heims um þessar mundir en hann á ansi hæfileikaríkan son.
Sonur Nasraoui er hinn 17 ára gamli Lamine Yamal sem er leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins.
Yamal var 16 ára gamall er EM í Þýskalandi hófst í sumar en hann átti gott mót þar sem Spánn fór alla leið og vann keppnina.
Yamal setti tvö heimsmet á þessu ári en hann varð yngsti leikmaður í sögu EM, sá yngsti til að spila í útsláttarkeppninni, sá yngsti til að skora mark og sá yngsti til að spila úrslitaleikinn.
Pabbinn Nasraoui birti viðurkenningar frá Heimsmetabók Guinness á Instagram síðu sína og var að sjálfsögðu skælbrosandi.
Yamal skoraði eitt mark og lagði upp fjögur í sjö leikjum á EM en hann spilaði alla sjö leiki liðsins.
