

Óvænt tíðindi berast frá Manchester United og er liðið að skoða að kaupa leikmann frá Chelsea.
Það eru þó ekki Ben Chilwell eða Raheem Sterling.
Þannig segir Sky Sports að United sé að skoða það að kaupa miðjumanninn Carney Chukwuemeka.
Chukwuemeka er 21 árs gamall Englendingur sem kom til Chelsea frá Aston Villa fyrir tveimur árum.
Chelsea er að reyna að kaupa Jadon Sancho en þessi viðskipti tengjast þó ekki.
Chukwuemeka er einn af mörgum sem Chelsea er að reyna að selja áður en glugginn lokar.