

Brighton er það lið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur eytt mestu í sumar þegar miðað er við kaup og sölur.
Brighton hefur keypt leikmenn fyrir 192 milljónir punda en aðeins selt fyrir 41 milljón punda.
Ipswich hefur keypt leikmenn fyrir 124 milljónir punda en aðeins elt fyrir eina.
Chelsea hefur eytt mestum fjármunum í sumar eða 220 milljónum punda og eru ekki hættir nú þegar glugginn lokar í kvöld.
Chelsea hefur hins vegar selt leikmenn fyrir 153 milljónir punda.
Manchester United hefur eytt 155 milljónum punda í sumar og selt fyrir um 70 milljónir punda. Manchester City kemur út úr sumrinu með 113 milljónir í plús.
