fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Svona er dráttur Víkinga: Mæta Gumma Tóta í Armeníu – Þrjú lið með Íslendingum í mæta Chelsea

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 30. ágúst 2024 13:17

Víkingur, sem enn erá miðju tímabili vegna góðs gengis í Evrópu, mætir ÍR. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur hefur fengið að vita andstæðinga sína í Sambandsdeildinni þetta árið. Eins og í öðrum keppnum hjá UEFA er enginn riðill.

Heldur fær hvert lið sex andstæðinga og fær þrjá heimaleiki og þrjá útileiki.

Úr efsta styrkleikaflokki fékk Víkngur lið LASK frá Austuríkki. Úr öðrum styrkleikaflokki fékk liðið svo Djurgarden frá Svíþjóð.

Kári Árnason átti góða tíma í Djurgarden sem leikmaður en hann er í dag yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi.

Liðið mætir einnig Omonia frá Kýpur. Úr fjórða styrkleikaflokki fékk Víkingur svo lið Cercle Brugge frá Belgíu. Liðið mætir einnig Borac frá Bosníu á heimavelli.

Að lokum fer Víkingur til Armeníu og mætir þar Noah þar sem Guðmundur Þórarinsson leikur.

Annað áhugavert úr drættinum er að Guðmundur og félagar í Noah mæta meðal annars Chelsea. Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Panathinaikos mæta einnig Chelsea.

Andri Lucas Guðjohnsen og félagar í Gent í Belgíu mæta einnig Chelsea.

FCK þar sem Orri Sveinn Óskarsson er mæta meðal annar Real Betis og Herts frá Skotlandi.

Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina fengu ekkert sérstaklega spennandi drátt en mæta meðal annars LASK sem Víkingur mætir einnig.

Leikir Víkings
LASK (Útivelli)
Djurgarden (Heimavelli)
Omonia (Útivelli)
Cercle Brugge (Heimavelli)
Borac (Heimavelli)
Noah (Útivelli)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu