
Federico Chiesa, nýjasti leikmaður Liverpool, leysti í dag frá skjóðunni um ástæður þess að hann yfirgaf Juventus.
Liverpool keypti leikmanninn á aðeins 12 milljónir punda og voru skiptin staðfest í dag. Chiesa hafði verið hjá Juventus síðan 2020 og oftast spilað stóra rullu. Hann var þó ekki í plönum nýja stjórans Thiago Motta.
„Ég vil taka fram að Juventus bauð mér aldrei nýjan samning,“ sagði Chiesa um brottför sína frá ítalska stórliðinu.
„Ég var látinn vita af því að ég yrði ekki hluti af verkefni liðsins áður en æfingar með liðinu hófust.“