Liverpool hefur staðfest kaup sín á Federico Chiesa frá Juventus fyrir 12 milljónir punda.
Kantmaðurinn knái gerir fjögurra ára samning við Liverpool en áhugi Liverpool kom upp á síðustu dögum og tókst að klára verkefnið.
Chiesa er 26 ára gamall en hann fékk þau skilaboð í sumar að hann myndi ekki spila hjá Juventus.
Thiago Motta nýr þjálfari Juventus vildi ekki nota Chiesa sem hafði áður verið í mjög stóru hlutverki.
Chiesa gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á sunnudag þegar liðið heimsækir Manchester United í einum stærsta leik ársins.
#BenvenutoFederico 👋🇮🇹 pic.twitter.com/WTT15qBCPV
— Liverpool FC (@LFC) August 29, 2024