

Mike Keegan blaðamaður hjá Daily Mail segir að veskið sé tómt hjá Manchester United og ekki eigi að búast við því að fleiri leikmenn mæti á svæðið.
Hann segir sögur um Ben Chilwell, Raheem Sterling og Ivan Toney líklega ekki eiga við nein rök að styðjast.
United er að ganga frá kaupum á Manuel Ugarte frá PSG og líklega verður það síðasta púslið sem liðið fær í sumar.
Félagaskiptaglugginn lokar á föstudag en Chilwell, Sterling og Toney eru að leita sér að liði.
Keegan segir að félögin og umboðsmenn séu að nota nafn United til að reyna að keyra upp áhuga annara liða.
Believe Manchester United’s kitty is pretty much empty after Manuel Ugarte. There’s a view the club’s name is being used in an attempt to smoke out bidders for Ivan Toney, Ben Chilwell & Raheem Sterling. It is that time of the window… #mufc
— Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) August 28, 2024