

Burnley hefur staðfest kaup sín á Hannibal Mejbri frá Manchester United en hann gerir fjögurra ára samning.
Hannibal er 21 árs gamall en hann var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð og er áttundi leikmaðurinn sem Burnely fær í sumar.
Scott Parker stjóri Burnley hefur þó misst ansi marga leikmenn. „Ég er mjög spenntur, mjög ánægður að vera hérna,“ segir Hannibal.
„Ég hef spilað gegn Burnley á Turf Moor og stemmingin er geðveik.“
„Eftir að hafa rætt við Scott Parker þá er verkefnið spennandi og vonandi mun þetta samstarf okkar ganga vel.“
Hannibal lék 13 leiki fyrir Manchester United og skoraði eitt mark en kaupverðið er 9 milljónir punda.