
Barcelona hefur loks tekist að skrá Dani Olmo í leikmannahóp sinn og getur hann því spilað með liðinu gegn Rayo Vallecano í kvöld.
Olmo var keyptur frá RB Leipzig á 55 milljónir evra en hann hefur ekki mátt spila þar sem ekki hefur tekist að skrá hann þar sem Börsungar eru í vandræðum gagnvart fjármálareglum, en eins og flestir vita er fjárhagsstaða félagsins ekki góð.
Barcelona hefur hins vegar tekist að skrá Olmo fyrir leik kvöldsins þar sem Andreas Christensen er meiddur og verður frá í einhvern tíma.
Félagið þarf svo að leysa vandamálið varðandi fjárhagsreglurnar áður en danski miðvörðurinn snýr aftur úr meiðslum.