

Liverpool hefur staðfest kaup sín á hinum öfluga Giorgi Mamardashvili en hann kemur til félagsins næsta sumar.
Mamardashvili er markvörður Valencia og verður hann á láni þetta tímabilið á Spáni áður en hann heldur til Englands.
Markvörðurinn frá Georgíu á að verða arftaki Alisson Becker þegar hann hættir hjá Liverpool.
Mamardashvili er 23 ára gamall og hefur átt góða tíma hjá Valencia en hann heldur nú til Englands á næsta ári.
Mamardashvili er fyrsti leikmaðurinn sem Arne Slot kaupir til Liverpool en félagaskiptaglugginn lokar á föstudag.