

Knattspyrnustjarna á Englandi borgar barnsmóðir sinni 1300 krónur í meðlag á mánuði þar sem hann hefur haft mikið fyrir því að fela tekjurnar sínar.
Þessi fyrrum leikmaður er í sjónvarpi, útvarpi og fleiru í dag en hann hefur falið auðæfi sín.
Konan fer fram á fleiri tugir milljóna sem hún telur manninn skulda sér.
Strákurinn er fjórtán ára í dag. „Sonur minn hefur þurft að borða núðlur í kvöldmat alltof oft, ég hef ekki haft efni á neinu öðru,“ segir konan við ensk blöð.
„Hann þarf að klæðast fötum sem eru of lítil, ég get ekki borgað æfingagjöld fyrir hann. Allt sem ég þéna fer í hann og húsnæði.“
Knattspyrnumaðurinn og konan voru að hittast í tvö ár. „Hann sagði að ég gæti ekki eignast þetta barn, hann væri giftur. Ég var í áfalli.“
Maðurinn borgaði henni 1,7 milljón þegar barnið fæddist en málið er á leið fyrir dómstóla.