
Ben Chilwell og Raheem Sterling, leikmenn Chelsea, eru báðir orðaðir við Manchester United í enskum miðlum í dag.
Það hefur verið rætt og ritað um að Jadon Sancho, sem er ekki inni í myndinni á Old Trafford, gæti farið til Chelsea og að Lundúnaliðið gæti sent leikmann eða leikmenn á móti. Þar eru Ben Chilwell og Raheem Sterling aðallega nefndir til sögunnar.

Hvorugir eru inni í myndinni hjá Chelsea og gæti þetta því reynst fín lausn.
Breska blaðið The Sun setti saman tvær útgáfur af hugsanlegu byrjunarliði United með þá Chilwell og Sterling innanborðs, færi svo að þeir skrifuðu undir hjá félaginu.


Meira
Chelsea og Manchester United að skiptast á leikmönnum?