

Kurt Zouma varnarmaður West Ham er mættur til Sádí Arabíu og er kappinn að ganga í raðir Al Orobah þar í landi.
Orobah er að sækja leikmenn þessa dagana og samdi íslenski landsliðsmaðurinn, Jóhann Berg Guðmundsson við liðið í síðustu viku.
Zouma verður þrítugur síðar á þessu ári en hann hefur verið hjá West Ham í þrjú ár en áður var hann hjá Chelsea.
Orobah eru nýliðar í úrvalsdeildinni í Sádí Arabíu en Christian Tello fyrrum kantmaður Barcelona samdi við liðið í gær.
Zouma er mættur til landsins og fer í læknisskoðun í dag og gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir liðið á miðvikudag.
🚨🟡🟢 𝐁𝐑𝐄𝐀𝐊𝐈𝐍𝐆 — O zagueiro 🇫🇷 Kurt Zouma chegou à região de Al-Jawf e realizará os exames médicos hoje para assinar com o Al Orobah 🇸🇦.
Tudo já foi acertado, faltando apenas a aprovação nos exames médicos para concluir a contratação.
❌🇦🇪 O Shabab Al Ahli Dubai… pic.twitter.com/ORW0f6JrUf
— Central do Arabão (@centraldoarabao) August 26, 2024