
Ofurtölvan geðþekka hefur stokkað spilin eftir helgina í ensku úrvalsdeildinni.
Samvæmt henni verður Manchester City Englandsmeistari í vor fimmta árið í röð og Arsenal í öðru sæti þriðja árið í röð. Bæði lið unnu sína leiki um helgina, City gegn Ipswich og Arsenal gegn Aston Villa.
Chelsea eru hástökkvarar vikunnar eftir 2-6 sigur á Wolves. Liðið fer upp um sjö sæti frá síðustu viku að mati Ofurtölvunnar.
Manchester United hrynur hins vegar um fjögur sæti eftir 2-1 tap gegn Brighton á laugardag og verður í sjöunda sæti samkvæmt Ofurtölvunni.
Svona er spá Ofurtölvunnar eftir helgina.
