fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Nketiah loks búinn að finna sér nýja vinnuveitendur

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 26. ágúst 2024 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eddie Nketiah er að öllum líkindum á leið til Crystal Palace frá Arsenal. Frá þessu greina helstu miðlar erlendis.

Framherjinn er ekki í áætlunum Mikel Arteta, stjóra Arsenal, og má finna sér annað félag. Snemma í sumar var hann orðaður við Marseille en félögin náðu ekki saman. Arsenal hafði svo samþykkt tilboð Nottingham Forest en félaginu tókst ekki að semja við leikmanninn þjálfan.

Nú er búist við að Arsenal samþykki tilboð Palace upp á 25 milljónir punda. Gæti upphæðin hækkað í 30 milljónir punda síðar meir. Það er svipað og tilboð Forest sem Skytturnar samþykktu.

Þá er ekki búist við því að það verði neitt vesen að fá Nketiah til að semja um sín kjör við Palace.

Nketiah er uppalinn hjá Arsenal og hefur leikið með félaginu alla tíð, fyrir utan stutta lánsdvöl hjá Leeds árið 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona