
Angel Di Maria hefur verið þess heiðurs aðnjótandi að spila lengi með bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo á ferlinum. Hann var beðinn um að segja hvor er betri að hans mati.
Argentínumaðurinn spilaði lengi með Ronaldo hjá Real Madrid og vann allt sem hægt var að vinna. Þá varð hann heimsmeistari með landsliðinu, þar sem Messi var í aðallhlutverki.

„Í enda dagsins er besti leikmaðurinn sá sem á fleiri Ballon d’Or. Leo á átta. Að mínu mati er bil á milli hans og Ronaldo,“ sagði Di Maria, en Ronaldo á fimm Ballon d’Or styttur.
Margir eru á því að Messi og Ronaldo séu tveir bestu knattspyrnumenn sögunnar. Di Maria segir áhrif þeirra í gegnum tíðina hafa verið mögnuð.
„Þeir halda áfram að vera á milli tannanna á fólki nú þegar þeir eru í Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu. Keppnin milli þeirra tveggja varð til þess að La Liga stækkaði og meira að segja þeir sem höfðu minni áhuga á fótbolta höfðu áhuga.“