

Árangur Arsenal á útivelli þetta árið hefur verið stórkostlegur, frá því að 2024 gekk í garð hefur Arsenal spilað tíu útileiki í deildinni og ekki tapað.
Arsenal vann góðan 2-0 sigur á Aston Villa á laugardag þar sem liðið var á köflum í talsverðum vandræðum.
Í þessum tíu útileikjum í röð hefur Arsenal skorað þrjátíu mörk og fengið þrjú á sig.
Eini leikurinn sem liðið hefur ekki unnið á útivelli á þessu ári var á Ethiad þegar liðið spilaði gegn Manchester City, þar virtist Mikel Arteta stjóri liðsins ekki þora að sækja til sigurs.
Svona er tölfræði Arsenal á útivelli.
