

Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, virkaði alls ekki ánægður með stjóra sinn Arne Slot eftir leik liðsins við Brentford í dag.
Við birtum myndband af því fyrir ekki löngu síðan en annað myndband er nú að vekja athygli.
Trent átti erfitt með að fagna 2-0 sigri á Brentford en Diogo Jota, liðsfélagi hans, reyndi að gleðja samherja sinn.
Enski landsliðsmaðurinn var svo sannarlega ekki sáttur og myndbandið hér fyrir neðan sannar þá staðreynd.
Trent var tekinn af velli eftir 72. mínútur og var pirraður á bekknum er Slot reyndi að útskýra ákvörðun sína.
Eftir lokaflautið var stjarnan enn pirruð eins og má sjá hér fyrir neðan.
Why is Trent so pissed?
His minutes are being managed because he didn’t have a pre season… pic.twitter.com/tlmNzcL3DN
— Liverpool News (@LFCVine) August 25, 2024