

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, gerði lítið úr þeim sögusögnum að Manuel Ugarte sé á leið til félagsins frá PSG.
Ugarte er talinn vera ofarlega á óskalista United fyrir lok sumargluggans og hefur verið í dágóðan tíma.
Ten Hag ræddi við blaðamenn eftir 2-1 tap gegn Brighton í gær en hann vildi ekki staðfesta áhuga enska félagsins.
,,Ég er ekki með neitt nýtt til að segja ykkur varðandi félagaskipti,“ sagði Ten Hag við blaðamenn.
,,Við viljum alltaf bæta liðið. Þegar við erum með fréttir til að færa þá gerum við það – ég hef ekki heyrt neitt svo það er ekkert til að segja.“