

Miðjumaðurinn Fabio Vieira er að kveðja Arsenal í bili og mun skrifa undir lánssamning við Porto.
Um er að ræða 24 ára gamlan leikmann sem hefur spilað með Arsenal undanfarin tvö ár eftir komu frá einmitt Porto.
Vieira virðist ekki vera inni í myndinni hjá Mikel Arteta, stjóra Arsenal, og er því fáanlegur í þessum glugga.
Arsenal borgaði tæplega 40 milljónir punda fyrir Portúgalann á sínum tíma en tækifærin hafa verið af skornum skammti.
Vieira mun því líklega leika með Porto í vetur en fær ekki möguleika á að kaupa hann næsta sumar.