

Andre Wisdom, fyrrum leikmaður Liverpool, er snúinn aftur í atvinnumennsku en hann hefur gert samning við Derry City í Írlandi.
Wisdom er nú atvinnumaður í fyrsta sinn í þrjú ár en hann var á mála hjá Derby frá árinu 2017 til 2021.
Tveimur árum seinna samdi Wisdom við lið Wattington Town í utandeildinni og tókst að spila yfir 30 leiki þar.
Wisdom lenti í hrottalegri árás árið 2020 en hann var þá stunginn í höfuðið af glæpamönnum sem voru á eftir rándýru úri leikmannsins.
Wisdom þurfti því að taka sér góða pásu frá boltanum en góðu fréttirnar eru að hann er nú orðinn atvinnumaður á ný í fyrsta sinn í fjögur ár.
Wisdom bar fyrirliðabandið hjá Derby í næst efstu deild en hann spilaði einnig 22 leiki fyrir Liverpool á sínum tíma og var talinn mikið efni.
Bakvörðurinn var gríðarlega efnilegur á sínum tíma og spilaði einnig fyrir lið eins og West Brom, Norwich, Red Bull Salzburg og þá enska U21 landsliðið.