

Það er óhætt að segja að Joao Felix sé ekki vinsæll í Madríd í dag en hann hefur yfirgefið Atletico Madrid.
Felix skrifaði í vikunni undir samning við Chelsea og kostar tæplega 50 milljónir punda en hann er dýrasti leikmaður í sögu Atletico.
Veggskjöldur Felix fyrir utan heimavöll Felix fékk svo sannarlega að finna fyrir því en hann er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna.
Það er þá aðallega eftir ummæli sem Felix lét falla í fyrra eftir lánssamning við Barcelona – hann viðurkenndi að það hefði alltaf verið draumurinn að spila fyrir það félagslið.
Stuðningsmenn Atletico skemmdu veggskjöld Felix fyrir utan völlinn með sígarettustubbum og bjórdósum og fóru jafnvel skrefi lengra.
,,Tíkarsonur,“ var skrifað fyrir ofan nafn leikmannsins sem mun líklega aldrei láta sjá sig nálægt heimavelli liðsins á næstu árum.