fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Eyðilögðu veggskjöldinn eftir fréttir vikunnar: Hataður í borginni – ,,Tíkarsonur“

Victor Pálsson
Laugardaginn 24. ágúst 2024 16:30

Joao Felix.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Joao Felix sé ekki vinsæll í Madríd í dag en hann hefur yfirgefið Atletico Madrid.

Felix skrifaði í vikunni undir samning við Chelsea og kostar tæplega 50 milljónir punda en hann er dýrasti leikmaður í sögu Atletico.

Veggskjöldur Felix fyrir utan heimavöll Felix fékk svo sannarlega að finna fyrir því en hann er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna.

Það er þá aðallega eftir ummæli sem Felix lét falla í fyrra eftir lánssamning við Barcelona – hann viðurkenndi að það hefði alltaf verið draumurinn að spila fyrir það félagslið.

Stuðningsmenn Atletico skemmdu veggskjöld Felix fyrir utan völlinn með sígarettustubbum og bjórdósum og fóru jafnvel skrefi lengra.

,,Tíkarsonur,“ var skrifað fyrir ofan nafn leikmannsins sem mun líklega aldrei láta sjá sig nálægt heimavelli liðsins á næstu árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum