fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Virðist geta lítið úr meiðslum lykilmannsins: Haltraði af velli í gær – ,,Hann fann fyrir sársauka“

Victor Pálsson
Föstudaginn 23. ágúst 2024 20:00

Cole Palmer í baráttunni við Hákon Arnar Haraldsson. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur gert lítið úr því sem átti sér stað í leik liðsins gegn Servette í gær.

Um var að ræða leik í Sambandsdeildinni en helsta stjarna Chelsea, Cole Palmer, virtist haltra af velli eftir lokaflautið.

Palmer er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Chelsea en hann skoraði 25 mörk á síðustu leiktíð.

Stuðningsmenn Chelsea höfðu áhyggjur af stöðunni en miðað við orð Maresca þá gæti Palmer vel náð næsta leik liðsins gegn Wolves.

,,Cole fann fyrir sársauka en hann virðist vera í lagi. Læknarnir hafa skoðað hann,“ sagði Maresca.

,,Það er allt útlit fyrir að hann sé í lagi. Vonandi eru engin vandamál til staðar og að hann geti spilað leikinn á sunnudag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum