fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Telur að þessir leikmenn eigi ekki möguleika á að lifa af veturinn í Vesturbænum undir stjórn Óskars Hrafns

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. ágúst 2024 12:01

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR er í mikilli brekku í Bestu deild karla. Eftir tap gegn HK í gær er liðið stigi fyrir ofan fallsvæðið þegar þrjár umferðir eru eftir af hefðbundnu tímabili. Rætt var um stöðu liðsins í Þungavigtinni og framtíð einhverra leikmanna.

KR var komið 0-2 yfir í gær en tapaði að lokum 3-2. Þetta var annar leikurinn þar sem Óskar Hrafn Þorvaldsson er aðalþjálfari liðsins og sömuleiðis annað tapið.

Töluvert meiri væntingar voru gerðar til KR-liðsins í vetur og miklum peningum varið í leikmenn. Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson telur þó líklegt að Óskar muni losa sig við eitthvað af þeim fyrir næstu leiktíð.

Kristján Óli.

„Þarna eru leikmenn sóttir fyrir tímabilið sem er ekki fræðilegur séns í helvíti að verði í liðinu hjá Óskari Hrafni á næsta ári,“ sagði Kristján í Þungavigtinni.

„Axel Óskar Andrésson, hann getur ekki spilað fótboltann sem Óskar vill spila. Hafsentarnirnir hans Óskars þurfa að geta spilað fótbolta.“

Þá telur Kristján sömuleiðis útilokað að markvörðurinn Guy Smit fái traustið frá Óskari á næstu leiktíð. „Hann ver ekki blöðru,“ sagði hann.

Axel Óskar. Mynd: DV/KSJ

Kristján velti einnig fyrir sér framtíð Alex Þórs Haukssonar, sem var fenginn í KR úr atvinnumennsku fyrir tímabil.

„Alex Þór Hauksson er á varamannabekknum í gærkvöldi, kemur inn á í stöðunni 1-2 og leikurinn endar 3-2. Tilviljun? Ég veit það ekki.“

Ljóst er að Óskar á verk að vinna í Vesturbænum í vetur. Vonandi fyrir hans hönd og KR-inga verður hann að undirbúa lið sitt fyrir tímabil í deild þeirra bestu en ekki Lengjudeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur