

Varnarmaðurinn Axel Disasi virðist eiga enga framtíð fyrir sér hjá Chelsea og er á sölulistanum.
Frá þessu greinir Guardian en Disasi hefur ekki heillað marga eftir að hafa samið við enska félagið.
Chelsea borgaði um 40 milljónir punda fyrir miðvörðinn á sínum tíma en hann hefur ekki staðist væntingar.
Enzo Maresca tók við Chelsea í sumar og er hann sagður vilja losna við franska landsliðsmanninn sem fyrst.
Disasi er 26 ára gamall en hann kom aðeins til Chelsea í fyrra og á að baki fimm landsleiki fyrir Frakkland.