fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Stendur með eiginmanninum í málinu umtalaða: Sakaður um að hafa sent óviðeigandi skilaboð á konur – Var strax rekinn úr starfi

Victor Pálsson
Föstudaginn 23. ágúst 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jermaine Jenas, fyrrum leikmaður Tottenham og fleiri liða, var í gær rekinn frá breska ríkisútvarpinu, BBC, fyrir óviðeigandi hegðun. Talið er að hann hafi sent óviðeigandi skilaboð á kvenkyns samstarfsfélaga.

Jenas brá til að mynda fyrir í hinum afar vinsæla þætti Match of the Day. Töldu meira að segja margir að hann myndi taka við sem stjórnandi þáttarins af Gary Lineker einn daginn.

Það er ljóst að ekkert verður úr því. Jenas var hins vegar mættur á útvarpsstöðina Talksport fljótlega eftir fréttir gærdagsins. Þar var hann spurður út í brottreksturinn. Sagði hann til að mynda að það væru tvær hliðar á öllum málum og að hann myndi láta lögfræðinga sína í málið.

„Ég get ekki talað mikið um þetta. En eins og þið sjáið er ég ekki ánægður,“ sagði Jenas til að mynda þar.

„Þetta er erfitt en nú verð ég að hlusta á lögfræðinga mína,“ sagði hann enn fremur.

Eiginkona Jenas, Ellie Penfold, stendur með honum í þessu máli og hefur fulla trú á að hann sé saklaus af öllum ásökunum.

Þetta kemur fram í frétt the Sun en ljóst er að ef Jenas er fundinn sekur þá er hjónabandinu mögulega lokið en hvað Jenas sendi eða hvort hann sendi umrædd skilaboð er ekki komið á hreint.

Ellie er þó sannfærð um að eiginmaður sinn sé saklaus en miðað við nýjustu fregnir hafa nokkrar konur stigið fram og viðurkennt að hegðun Jenas á tímum hafi verið mjög óviðeigandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur