fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Sjáðu hjartnæmt viðtal við Jóhann Berg: Kveður eftir átta ár – „Rétta skrefið að taka núna“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. ágúst 2024 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson er genginn í raðir sádiarabíska félagsins Al-Orobah frá Burnley. Hann kveður enska liðið eftir átta ár þar.

Meira
Sádarnir staðfesta komu Jóa Berg – Kynntur til leiks með skemmtilegu myndbandi

Jóhann gerir eins árs samning í Sádí, en Al-Orobah er nýliði í úrvalsdeildinni. Hann segir við heimasíðu Burnley að hlutirnir hafi gerst mjög hratt undanfarna daga.

„Ég átti ekki von á þessu. Ég fékk boð sem var of gott til að hafna, spennandi verkefni. Ég var staðráðinn í að koma aftur hingað og standa mig fyrir Burnley en mér fannst ég kannski þurfa nýja áskorun. Þetta tækifæri kom upp og það er gott fyrir mig á efri árum ferilsins. Ég vil spila fótbolta eins lengi og mögulegt er og taldi ég þetta rétta skrefið að taka núna,“ segir Jóhann.

Jóhann segir ljóst að það verði viðbrigði fyrir hann og fjölskyldu hans að flytja frá Englandi til Sádí.

„Þetta er allt öðruvísi menning sem við erum að fara í. En við komum frá Íslandi og erum nokkuð góð í að aðlagast. Þetta verður auðvitað erfitt fyrir fjölskylduna. Við höfum verið hér í átta ár, börnin eru í skóla hérna og eru ánægð. Þetta er tækifæri fyrir okkur til að vaxa sem fjölskylda líka.“

Meira
Nærmynd af nýju félagi Jóa Berg í Sádí – Spila nálægt eyðimörk og þjálfarinn kærði fyrrum vinnuveitanda sinn

Jóhann hefði vart getað endað veru sína hjá Burnley betur. Hann skoraði í 5-0 sigri á Cardiff um síðustu helgi.

„Það er erfitt að kveðja, ég kvaddi, kom aftur og kveð nú aftur. Þetta eru miklar tilfinningar. Það var stórkostlegt að spila á Turf Moor og skora. Það var töfrum líkast. Ég er svo ánægður að hafa endað þetta með marki á Turf Moor í 5-0 sigri.

Takk fyrir öll árin. Þetta hefur verið upp og niður hjá liðinu og mér persónulega. Ég glímdi auðvitað nokkrum sinnum við meiðsli og það var erfitt en alltaf þegar ég kom til baka tóku stuðningsmennirnir svo vel á móti mér. Þeir hafa komið ótrúlega vel fram við mig og mína fjölskyldu. Takk fyrir allan stuðninginn, ég sé ykkur aftur fljótt,“ sagir Jóhann.

Viðtalið í heild er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið