

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, virðist gefa í skyn að Noni Madueke sé til sölu í sumar – fyrir rétt verð.
Madueke var einn besti ef ekki besti leikmaður Chelsea á undirbúningstímabilinu en hversu stórt hlutverk hann spilar í vetur er óljóst.
Maresca tók við Chelsea í sumar og segist vilja halda Madueke en það er einnig möguleiki á að hann verði seldur.
,,Ég er mjög hrifinn af Noni Madueke, eina vandamálið er að hann þarf að sýna stöðugleika á æfingasvæðinu,“ sagði Maresca.
,,Ég vil klárlega halda honum hjá félaginu. Sannleikurinn er þó að allt getur gerst þar til glugginn lokar.“