
Einn ástsælasti fjölmiðlamaður landsins, Auðunn Blöndal, mætti í hlaðvarpið Dr. Football í dag og þar var farið um víðan völl.
Gunnar Birgisson sat með honum og vakti hann til að mynda athygli á tölfræði sem birtist á dögunum, þar sem fyrstu 210 leikir þeirra Bukayo Saka, leikmanns Arsenal og Manchester United goðsagnarinnar Cristiano Ronaldo voru bornir saman. Þar hafði sá fyrrnefndi ögn betur.
„Sáuð þið tölfræðina með hann og Saka eftir fyrstu 200 leikina?“ spurði Gunnar í þættinum.

„Heldurðu að Saka muni ná levelinu sem Ronaldo náði? Það verður gaman að sjá það,“ svaraði Auðunn þá.
„Við vitum það ekki,“ sagði Gunnar.
Auðunn gaf lítið fyrir þetta.
„Líður þér ekki eins og hann sé á leiðinni þangað? Vertu hreinskilinn, ertu eitthvað ruglaður?“ sagði hann léttur í bragði að endingu.