

Riyad Mahrez, fyrrum leikmaður Manchester City, birti ansi skemmtilega færslu á Twitter eða X í gær.
Mahrez sá myndband sem City birti á samskiptamiðlinum af Brasilíumanninum efnilega Savinho sem gekk í raðir liðsins í sumar.
Savinho ákvað að klæðast treyju númer 26 á tímabilinu sem er sama númer og Mahrez klæddist í mörg ár hjá félaginu.
Mahrez sá myndbandið og gerði grín að því með skemmtilegri ‘GIF’ mynd sem netverjar ættu að kannast við.
Savinho er ekki ólíkur og Mahrez á velli en hann er einnig leikinn með boltann og spilar til að skemmta sjálfum sér sem og aðdáendum.
Þetta má sjá hér.
🇩🇿🇧🇷 pic.twitter.com/usbJaDuNhu
— Riyad Mahrez (@Mahrez22) August 20, 2024