
Eysteinn var með rúmlega 1,8 milljónir króna á mánuði í fyrra. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra Breiðabliks, en í vor var hann ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ og tekur hann við þeirri stöðu um mánaðarmótin.
Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR sem er þó á förum til VÍS, þénaði næstmest eða tæplega 1,3 milljónir á mánuði. Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri Vals, þénaði þá rúma 1,2 milljón á síðasta ári, en hann tók ekki við stöðunni hjá Val fyrr en á þessu ári.
Nafn – Félag – Laun (á mánuði)
Bjarni Guðjónsson – KR – 1.294.619
Eysteinn Pétur Lárusson – Breiðablik – 1.860.080
Haraldur V. Haraldsson – Víkingur – 982.593
Styrmir Þór Bragason – Valur – 1.223.038
Geir Þorsteinsson – Leiknir R. – 841.232
–