
Sadio Mane, fyrrum leikmaður Liverpool, gæti verið að söðla um innan Sádi-Arabíu en Al-Ittihad vill fá hann frá Al-Nassr.
Senegalinn gekk í raðir Al-Nassr í fyrra frá Bayern Munchen en hefur verið orðaður annað í sumar.
Nú segir blaðamaðurinn Ben Jacobs frá því að Al-Ittihad reyni nú að fá Mane í kjölfar þess að Karim Benzema, leikmaður liðsins, tjáði aðdáun sína á kappanum og að hann vildi spila með honum.
Al-Ittihad olli vonbrigðum á síðustu leiktíð og hafnaði í fimmta sæti sádiarabísku deildarinnar. Liðið varð meistari árið áður. Benzema á að hafa tjáð forráðamönnum Al-Ittihad að Mane sé það sem þurfi til að endurheimta titilinn.
🚨 Exclusive: Al-Ittihad are pushing to sign Sadio Mane from Al-Nassr. Discussions taking place over the structure. Loan and permanent possible.
Deal not done yet, but Karim Benzema has told Ittihad he wants to play with Mane and believes his addition will help Ittihad challenge… pic.twitter.com/hEYetyzFys
— Ben Jacobs (@JacobsBen) August 20, 2024