
Forráðamenn Manchester United telja líklegt að tilboð muni berast í Jadon Sancho fyrir lok félagaskiptagluggans.
The Athletic greinir frá, en hjá United telja menn að bæði Chelsea og félög í Sádi-Arabíu muni reyna að krækja í Sancho.
Stóra spurningin er þó hvort eitthvað félag gangi að 40 milljóna punda verðmiða United.
Sancho var lánaður til Dortmund seinni hluta síðustu leiktíðar eftir stríð við stjórann Erik ten Hag. Fyrr í sumar var sagt frá því að stríðsöxin væri grafin en Sancho hefur þó áfram verið orðaður burt frá Old Trafford.