
Markvörðurinn Giorgi Mamardashvili færist nú nær því að ganga í raðir Liverpool frá Valencia.
Georgíunmaðurinn, sem heillaði á EM í sumar, hefur verið orðaður við Liverpool undanfarið og virðast skiptin ætla að ganga í gegn.
Mamardashvili fer þó ekki til Liverpool í sumar. Hann verður á láni hjá Valencia út þessa leiktíð, en Alisson Becker er aðalmarkvörður Liverpool.
Kaupverðið verður rúmlega 30 milljónir evra og er verið að semja um hvernig greiðslum verður háttað.
🚨🔴 Giorgi Mamardashvili’s move to Liverpool for June 2025 now getting close, advancing to final stages!
Liverpool and Valencia in contact to agree on add-ons structure, package over €30m.
Mamardashvili would stay at Valencia on loan one season — @Geo__team 🇬🇪🤝🏻 pic.twitter.com/aSiX2Izw05
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 20, 2024