
Manchester City hefur sett sig í samband við Ilkay Gundogan og hans fulltrúa og er félagið opið fyrir því að fá hann aftur frá Barcelona.
Gundogan gekk í raðir Börsunga á frjálsri sölu frá City í fyrra. Hann átti hins vegar ekki sitt besta tímabil í Katalóníu og fyrr í dag sögðu miðlar á Spáni frá því að kappinn vildi snúa aftur til City, þar sem hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna.
Fabrizio Romano segir nú að Pep Guardiola, stjóri City, sé til í að fá hinn 33 ára gamla Gundogan á nýjan leik. Þá er Barcelona til í að losa hann.
Það er einnig áhugi á Gundogan frá Katar, Sádi-Arabíu og fleiri stöðum.
🚨🔵 Manchester City have made contact with Ilkay Gündogan’s camp over potential return for German midfielder.
City and Pep Guardiola open to consider Gündo’s comeback.
↪️⚠️ Barça want Gündogan to leave… and he also received approaches from Qatar, Saudi and more clubs. pic.twitter.com/hHmZhao0jj
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 19, 2024