

Julian Alvarez hefur útskýrt af hverju hann ákvað að yfirgefa lið Manchester City í sumar en hann samdi við Atletico Madrid.
Atletico borgaði rúmlega 80 milljónir punda fyrir Alvarez sem stóð sig vel á sínum tíma í Manchester en var ekki alltaf byrjunarliðsmaður.
Argentínumaðurinn vildi breyta til og taka við nýrri áskorun þó það séu aðeins tvö ár síðan hann kom til Englands.
,,Ég tel að ég hafi þurft að breyta til á ferlinum,“ sagði Alvarez í samtali við blaðamenn.
,,Ég þurfti á nýrri áskorun að halda og ég trúi því að þetta félag gefi mér öll þau tól sem ég þarf til að gefa mitt besta í verkefnið.“
,,Ég lærði mikið hjá Manchester City og er þakklátur fyrir þessi tvö ár sem ég spilaði með félaginu.“