

Lisandro Martinez, leikmaður Manchester United, veit vel að hann er ekki hávaxnasti miðvörður heims en hann er 175 sentímetrar á hæð.
Það voru mörg spurningamerki sett við komu Martinez árið 2022 en hann var þá keyptur frá Ajax.
Martinez er mikilvægur hlekkur í liði United í dag og spilaði er hans menn unnu 1-0 sigur á Wolves á föstudag.
Martinez hefur nú tjáð sig um þessa svokölluðu gagnrýni í fyrsta sinn en segir að hæð hans skipti ekki máli í flestum tilfellum.
,,Í fyrsta lagi þá hef ég trú á mér og mínum styrkleikum. Ég veit að ég er ekki hávaxinn eða mjög hávaxinn en ég mun vinna mín einvígi,“ sagði Martinez.
,,Ég mun reyna við alla bolta og öll einvígi. Ég mun sanna það að ég er á vellinum til að spila fyrir mína liðsfélaga.“