

Raheem Sterling, leikmaður Chelsea, var ekki valinn í leikmannahóp liðsins fyrir leik gegn Manchester City í dag.
Það var Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, sem tók þá ákvörðun sem hefur heldur betur vakið athygli á meðal netverja.
Sterling er ein stærsta stjarna Chelsea en hann og umboðsteymi hans eru ekki ánægð með ákvörðun Maresca.
Chelsea hefur leik eftir um hálftíma gegn ensku meisturunum en Sterling kom einmitt til liðsins frá City.
,,Raheem Sterling er samningsbundinn Chelsea næstu þrjú árin. Hann átti gott undirbúningstímabil undir nýjum þjálfara og samband þeirra er gott,“ kom fram í tilkynningu frá teymi Sterling.
Teymið fer svo út í stöðuna í dag og vonast eftir því að fá jákvæðar útskýringar á þessari ákvörðun Maresca fyrr frekar en seinna.
Fabrizio Romano, blaðamaðurinn virti, birti færsluna í heild sinni en hana má lesa hér fyrir neðan.
🚨 Raheem Sterling’s camp statement as he’s been left out of Chelsea squad, via @MailSport.
“Raheem Sterling is contracted to Chelsea for the next three years”
“He returned to England two weeks early to conduct individual training, and has had a positive pre-season under the… pic.twitter.com/oRh5HyfPR5
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 18, 2024